Fótbolti

Bikarúrslitaleikur Söru Bjarkar sýndur beint

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara Björk og stöllur hennar fagna þýska meistaratitlinum.
Sara Björk og stöllur hennar fagna þýska meistaratitlinum. vísir/getty
Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Sand á RheinEnergieStadion í Köln í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar í dag.

Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn á dögunum og á því möguleika á að vinna tvöfalt.

Wolfsburg hefur unnið bikarkeppnina þrisvar sinnum; 2013, 2015 og 2016. Sara Björk og liðsfélagar hennar geta því unnið bikarinn þriðja árið í röð með sigri í dag.

Sara Björk varð bikarmeistari með Rosengård í Svíþjóð á síðasta ári.

Leikur Wolfsburg og Sand hefst klukkan 14:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á ARD á Fjölvarpinu.


Tengdar fréttir

Er í mínu besta formi

Sara Björk Gunnarsdóttir varð um helgina þýskur meistari á sínu fyrsta tímabili með Wolfsburg. Hún var fastamaður í liðinu þrátt fyrir afar mikla samkeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×