Enski boltinn

Wenger á engar medalíur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wenger situr fyrir svörum á blaðamannafundi.
Wenger situr fyrir svörum á blaðamannafundi. vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist ekki eigar neinar medalíur heima hjá sér.

Wenger hefur þrisvar sinnum gert Arsenal að enskum meisturum og sex sinnum að bikarmeisturum. Hann getur bætt sjöunda bikarmeistaratitlinum í safnið þegar Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik á Wembley í dag.

Þrátt fyrir alla þessa titla eru engar vísbendingar um þá heima hjá Wenger.

„Ég á ekki neinar medalíur heima hjá mér. Þú yrðir hissa ef þú kæmir heim til mín. Þar eru engir bikarar, engar medalíur, ekki neitt,“ sagði Wenger.

„Ég gef þær alltaf. Það er alltaf einhver í starfsliðinu sem fær ekki medalíu svo ég gef þeim medalíuna mína. Þú finnur alltaf einhvern sem vantar medalíu.“

Bikarúrslitaleikur Arsenal og Chelsea hefst klukkan 16:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×