Enski boltinn

Crystal Palace ætlar að lokka stjóra Jóhanns Berg til sín

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sean Dyche hefur náð góðum árangri með Burnley.
Sean Dyche hefur náð góðum árangri með Burnley. vísir/getty
Crystal Palace ætlar að reyna að lokka Sean Dyche, knattspyrnustjóra Burnley, á Selhurst Park. The Guardian greinir frá.

Palace er í stjóraleit eftir að Sam Allardyce hætti óvænt fyrr í vikunni. Stóri Sam tók við liðinu um síðustu jól og hélt því í ensku úrvalsdeildinni.

Hinn 45 ára gamli Dyche hefur náð frábærum árangri með Burnley. Hann hefur tvisvar sinnum komið liðinu upp í ensku úrvalsdeildina og hélt því þar í vetur.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley enduðu í 16. sæti deildarinnar en voru þrátt fyrir það aldrei í fallbaráttu, aðallega vegna frábærs árangurs á heimavelli.

Palace hafði einnig áhuga á Marco Silva, fyrrverandi stjóra Hull City. Hann var hins vegar tilkynntur sem nýr stjóri Watford í dag.

Þá ku Roy Hodgson hafa áhuga á að taka við Palace. Hodgson hefur ekki þjálfað síðan hann sagði af sér sem þjálfari enska landsliðsins eftir tap fyrir því íslenska í 16-liða úrslitum á EM í fyrra.


Tengdar fréttir

Zaha gerði langan samning við Palace

Vængmaðurinn skemmtilegi Wilfried Zaha elskar Crystal Palace og er alveg sama hver þjálfar félagið. Hann ætlar að vera þar.

Burnley losar sig við Barton

Vandræðagemsinn Joey Barton er án félags enn á ný eftir að Burnley ákvað að segja skilið við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×