Sport

Sara í toppmálum á nýrri leið sinni inn á heimsleikana í crossfit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir Mynd/CrossFit
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í mjög góðum málum eftir fyrstu tvo dagana í undankeppni heimaleikana í crossfit en hún er með 30 stiga forystu fyrir tvær síðustu greinarnar í Miðriðlinum í svæðakeppni Bandaríkjanna.

Ragnheiður Sara hefur farið í gegnum Evrópuriðilinn eða Meridianriðilinn undanfarin ár og vann hann meðal annars undanfarin tvö ár. Nú er hún hinsvegar flutt til Bandaríkjanna og fer nú í gegnum einn af sjö undanriðlinum í Bandaríkjunum.







Sara hefur endaði í þriðja sæti á heimsleikunum undanfarin tvö ár en hún missti grátlega af titlinum í fyrra skiptið. Þessi Suðurnesjamær hefur ekkert farið leynt með það að hún ætlar sér titilinn í ár en landa hennar Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur tekið hann tvö síðustu sumur.

Sara vann fyrsta hluta keppninnar, The Open, í fyrsta sinn á crossfit-ferlinum fyrr á árinu og er greinilega í gullformi. Hún er að sanna það enn frekar í undankeppni miðriðilsins.

Ragnheiður Sara er komin með 375 stig eftir fjórar fyrstu greinarnarnar en tvær síðustu greinarnar fara fram í dag.  Hún er með góða forystu en fimm efstu tryggja sig inn á heimsleikana.







Sara varð reyndar „bara“ fjórða í fyrstu greininni þar sem stelpurnar hlupu 1200 metra klæddar í þyngingarvesti og gerðu síðan ýmsar æfingar eftir hlaupið.

Sara vann hinsvegar tvær næstu greinar. Sú fyrri snérist um æfingar með handlóð og dýfingar en í hinni gerðu stelpurnar margar endurtekningar með handlóðum, þungum boltum, sippuböndum og að klifra upp kaðal.

Okkar kona endaði síðan í þriðja sæti í fjórðu greininni þar sem keppendurnir skiptust á því að lyfta þungum ketilbjöllum, ganga á höndum 18 metra og að lyfta tánum upp í slá. Þetta gerður þær fjórum sinnum en juku alltaf fjölda endurtekninga í hvert skiptið.   Það er hægt að lesa meira um æfingarnar með því að smella hér.

Í öðru sæti er Kristi Eramo sem varð í áttunda sæti á sínum fyrstu crossfit heimsleikum í fyrra sem var besta frammistaða nýliða á því ári. Sara er því að fá flotta samkeppni um sigurinn um helgina.

Staðan í keppninni.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×