Innlent

Eldur í verksmiðju HB Granda

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá Vopnafirði, verksmiðja HB Granda fyrir miðri mynd.
Frá Vopnafirði, verksmiðja HB Granda fyrir miðri mynd. Vísir/Pjetur
Eldur kom upp í fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði í morgun. Talið er að eldurinn hafi komið upp í þurru mjöli og var hann staðbundinn í reykröri í mjölturni verksmiðjunnar. Slökkvilið Vopnafjarðar er enn að störfum en hefur náð tökum á eldinum. RÚV greindi fyrst frá.

Fólk var að störfum í verksmiðjunni þegar eldurinn kom upp en engan sakaði. Um nokkuð viðamikið útkall var að ræða en Brunavarnir á Héraði og slökkvilið Langanesbyggðar voru ræstar út vegna eldsins. Sem fyrr segir hefur þó tekist að ráða niðurlögum eldsins og var því hluti viðbragðsaðila sendur til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×