Golf

Ólafía Þórunn sló lengra en púttaði verr

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir undirbýr pútt.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir undirbýr pútt. Vísir/Getty
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir datt niður um 38 sæti eftir erfiðan þriðja dag á LPGA Volvik meistaramótinu sem fram fer á Ann Arbor vellinum við Detroit.

Ólafía lék á 75 höggum í gær, 3 höggum yfir pari, eftir að hafa verið undir pari á fyrstu tveimur hringunum þegar hún lék á 69 (-3) og 71 (-1) höggi.

Ólafía Þórunn er í 70. sæti fyrir lokadaginn og hefur leik klukkan 9.00 að staðartíma í Michigan sem er klukkan 13.00 að íslenskum tíma.

Það er fróðlegt að skoða aðeins tölfræði Ólafíu frá því í gær.

Hún sló sem dæmi mun lengra en fyrstu tvo dagana. Ólafía sló að meðaltali 255,5 yarda eða rúma 233 metra á þriðja hringnum en hafði slegið að meðaltali 248 og 246,5 jarda í upphafshöggum sínum á fyrstu tveimur hringunum.

Ólafíu gekk einnig betur að hitta brautina á þriðja hringnum, 12 af 14, en á fyrstu tveimur þegar hún hitti 18 af 28 brautum samanlagt.

Það voru hinsvegar púttin sem voru að stríða okkar konu. Ólafía púttaði alls 32 sinnum á þriðja hringnum en það voru sem dæmi sjö fleiri pútt en daginn áður og þrjú fleiri pútt en á fyrsta degi.


Tengdar fréttir

Erfiður dagur hjá Ólafíu Þórunni

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fann sig ekki á þriðja degi LPGA Volvik meistaramótsins í golfi sem fer fram á Ann Arbor vellinum í Detroit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×