Enski boltinn

Carrick búinn að skrifa undir nýjan samning

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Carrick með Evrópudeildarbikarinn.
Carrick með Evrópudeildarbikarinn. vísir/getty
Michael Carrick hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Manchester United.

Carrick kom til United frá Tottenham sumarið 2006 og hefur síðan þá leikið 458 leiki fyrir félagið og skorað 24 mörk. Wayne Rooney er sá eini í leikmannahópi United sem hefur verið lengur hjá félaginu en Carrick.

José Mourinho, knattspyrnustjóri United, kveðst alsæll með að Carrick hafi skrifað undir nýjan samning við félagið.

„Ég hef notið þess í botn að vinna með Michael í vetur. Hann er ekki bara frábær fótboltamaður heldur stórkostleg manneskja og frábær fyrirmynd fyrir yngri leikmennina í liðinu,“ sagði Mourinho.

Carrick, sem verður 36 ára í lok júlí, hefur unnið allt sem hægt er að vinna með United. Hann hefur fimm sinnum orðið Englandsmeistari, einu sinni bikarmeistari, þrisvar sinnum deildabikarmeistari, Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildina og Heimsmeistarakeppni félagsliða einu sinni.

Carrick lék 38 leiki fyrir United á síðasta tímabili og skoraði eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×