Erlent

Átta látnir í skotárás í Mississippi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hinn grunaði fór inn á þrjú heimili í grennd við bæinn Brookhaven, sem merktur er með rauðu á kortinu, sunnan við Jackson, höfuðborg Mississippi-fylkis.
Hinn grunaði fór inn á þrjú heimili í grennd við bæinn Brookhaven, sem merktur er með rauðu á kortinu, sunnan við Jackson, höfuðborg Mississippi-fylkis. Skjáskot/Google Maps
Átta eru látnir eftir skotárás í Mississippi-fylki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Maður grunaður um verknaðinn er í haldi lögreglu. Á meðal þeirra látnu er aðstoðarmaður lögreglustjóra á svæðinu.

Talsmaður lögreglu í Mississippi sagði að maðurinn hefði farið inn á þrjú heimili nálægt bænum Brookhaven í Lincoln-sýslu í Mississippi á laugardagskvöld og skotið á viðstadda. Staðfest er að samtals létust átta í árásinni.

Ekki er vitað hvort hinn grunaði þekkti fórnarlömb sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×