Innlent

Eldur kom upp í atvinnuhúsnæði í Grafarvogi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Greiðlega gekk að slökkva eldinn þegar slökkviliðið mætti á svæðið.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn þegar slökkviliðið mætti á svæðið. Vísir/STefán
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út nú rétt fyrir klukkan fjögur  í dag vegna eldsvoða í atvinnuhúsnæði við Barðastaði í Grafarvogi.

Allar stöðvar slökkviliðsins á höfuðborgasvæðinu voru kallaðar út vegna þessa, en samkvæmt slökkviliði hafði eldur kviknað í tæknirými í húsnæðinu.

Vel gekk vel að ráða niðurlögum eldsins og vinnur slökkviliðið nú að því að reykræsta húsnæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×