Innlent

Ungum dreng bjargað frá drukknun í Suðurbæjarlaug

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði.
Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði. Mynd/Hari
Ungum dreng var bjargað frá drukknun í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði í dag. Sundlaugagestur kom auga á drenginn, sem er á leikskólaaldri, á botni laugarinnar og dróg hann upp á bakkann og kallaði á hjálp. Þegar sjúkraflutningamenn komu á svæðið var drengurinn hins vegar kominn til meðvitundar. Mbl greindi fyrst frá fréttinni.

Samkvæmt Aðalsteini Hrafnkelssyni, forstöðumanni sundlaugarinnar, líti allt út fyrir að drengurinn hafi ekki legið lengi á botni sundlaugarinnar og segir Aðalsteinn að drengurinn hafi verið staddur í djúpu lauginni að leik en hann hafi enga burði til að vera þar. Drengurinn var staddur í lauginni með forráðamönnum sínum en var þó án kúta.

Aðalsteinn segir að öll öryggismál sundlaugarinnar séu í toppstandi og að starfsólk sundlaugarinnar hafi verið vel undirbúið enda sé mikilvægt að þjálfa þessi atriði árlega. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×