Fótbolti

Björn Bergmann negldi síðasta naglann í kistu Stabæk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björn Bergmann er kominn með fimm mörk í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Björn Bergmann er kominn með fimm mörk í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. vísir/getty
Björn Bergmann Sigurðarson skoraði þriðja og síðasta mark Molde í 3-1 sigri á Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Þetta var fimmta mark Björns Bergmanns í norsku deildinni á tímabilinu. Hann spilaði allan leikinn í dag en Óttar Magnús Karlsson sat allan tímann á bekknum. Þetta var annar sigur Molde í röð en liðið er í 7. sæti deildarinnar með 17 stig.

Aalesund heldur áfram að safna stigum en í dag gerði liðið 1-1 jafntefli við Brann á útivelli. Brann missti þarna af tækifærinu til að komast á topp deildarinnar. Viðar Ari Jónsson var ekki í leikmannahópi Brann í dag.

Adam Örn Arnarson og Daníel Leó Grétarsson léku allan leikinn í vörn Aalesund. Aron Elís Þrándarson var í byrjunarliðinu en var tekinn af velli á 73. mínútu. Sex mínútum síðar skoraði Edwin Gyasi jöfnunarmark Aalesund sem er í 6. sæti deildarinnar.

Aron Sigurðarson lék allan leikinn fyrir Tromsö sem fékk skell gegn Lilleström, 4-1. Tromsö er í 10. sætinu með 13 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×