Innlent

Hópurinn Vinkonur Íslands strax farinn að hafa áhrif

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Í síðasta mánuði vakti Agnes Þóra Kristþórsdóttir nokkra athygli eftir að hún auglýsti eftir vinkonu á Facebook. Hún hafði fundið fyrir félagslegri einangrun en hún hitti sjaldan fólk og átti erfitt með að mynda ný vinatengsl. Agnes á tvær vinkonur sem búa ekki í Reykjavík og hún varð því stundum einmana. Hún ákvað því að fara þessa leið og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Tæplega þrjú hundruð konur „lækuðu“ færsluna og settu nokkrar sig í samband við Agnesi og vildu gjarnan hitta hana.

Færsla Agnesar snerti Guðbjörgu Ragnarsdóttur sem sjálf er í svipaðri stöðu. Hún tók sig saman og ákvað að stofna hóp á Facebook, Vinkonur Íslands, þar sem konur geta auglýst eftir vinkonum. Síðan virkar þannig að konurnar kynna sig og segja frá sér og sínum áhugamálum. Svo fer boltinn að rúlla. Nú þegar hafa konur á síðunni hist í hópum og nú sé á döfinni að hittast aftur. Guðbjörg segir að hún viti til þess að nú þegar séu tengsl byrjuð að myndast.

Í lok apríl voru 220 búnar að skrá sig í hópinn og segir Guðbjörg það hafa komið sér á óvart hve margar konur ættu fáa eða enga vini og vildu nýta sér síðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×