Fótbolti

Emil og félagar fengu skell í lokaumferðinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emil spilaði fyrsta klukkutímann.
Emil spilaði fyrsta klukkutímann. vísir/getty
Emil Hallfreðsson og félagar í Udinese fengu skell gegn Inter, 5-2, í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Emil var að venju í byrjunarliði Udinese en var tekinn af velli eftir klukkutíma.

Udinese, sem vann ekki í síðustu fimm umferðunum, endaði í 13. sæti deildarinnar. Inter lenti í 7. sæti.

Crotone bjargaði sér á ótrúlegan hátt en liðið vann 3-1 sigur á Lazio í kvöld. Þetta var sjötti sigur Crotone í síðustu níu leikjum og þessi frábæri endasprettur dugði liðinu til að bjarga sér frá falli.

Francesco Totti lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Roma bar sigurorð af Genoa, 3-2. Með sigrinum héldu Rómverjar 2. sætinu og þeir fara því í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta tímabili.

Napoli vann 2-4 útisigur á Sampdoria. Napoli, sem skoraði flest mörk (94) í deildinni, endaði í 3. sæti og fer í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Úrslit dagsins:

Inter 5-1 Udinese

Crotone 3-1 Lazio

Roma 3-2 Genoa

Sampdoria 2-4 Napoli

Cagliari 2-1 AC Milan

Fiorentina 2-2 Pescara

Palermo 2-1 Empoli

Torino 5-3 Sassuolo


Tengdar fréttir

Kóngurinn í Róm kvaddi með sigri | Myndir

Francesco Totti lék sinn síðasta leik fyrir Roma og síðasta leikinn á ferlinum þegar Rómverjar unnu 3-2 sigur á Genoa í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×