Innlent

Óljóst hvort NPA og samningur um réttindi fatlaðra fari í gegn

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. VÍSIR/VILHELM
Lögfesting samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks og lögfesting notendastýrðrar persónuaðstoðar (NPA) er í uppnámi. Útlit er fyrir að tvö frumvörp þessa efnis muni ekki nást í gegn fyrir þinglok.

„Þessi afstaða stjórnarandstöðunnar kom okkur algjörlega í opna skjöldu og við höfum ekki fengið skýringar á henni,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.

Lengi hefur verið kallað eftir lögfestingu samningsins af fólki úr flestum þingflokkum.

Þá hefur þess einnig verið beðið að NPA verði fest í sessi en hingað til hefur þjónustan haft stöðu tilraunaverkefnis sem framlengt er ár hvert.

Þorsteinn segir að verði frumvörpin ekki samþykkt nú muni það hafa í för með sér að halda þarf vel á spilunum ef þau eiga að verða að lögum fyrir áramót. Vinna þurfi á ný alla þá vinnu sem þegar hefur verið unnin í samstarfi við hagsmunasamtök.

„Ég trúi því ekki að stjórnarandstaðan ætli að bregða fæti fyrir svona mikilvægt mál. Það ætti að vera hægur leikur fyrir velferðarnefndina að afgreiða málið fyrir þinglok,“ segir Þorsteinn.

„Við, sem fatlað fólk, höfum beðið eftir þessum málum í mörg ár, ef ekki áratug. Það skýtur skökku við, og er í raun mjög sérstakt, að þessi mál verði bremsuð af,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra.

„Ef þetta fer ekki í gegn núna þá verður knappur tími fyrir sveitarfélög að undirbúa málið fyrir næsta ár.“

Notendastýrð persónuaðstoð felur í stuttu máli í sér að notendur þjónustu frá hinu opinbera skipuleggja sjálfir hvernig hún er nýtt -




Fleiri fréttir

Sjá meira


×