Fótbolti

Óheppin eltir Söndru Maríu alltaf í Portúgal á EM-ári

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sandra María Jessen meiðist hér í landsleiknum á móti Noregi í Portúgal í mars.
Sandra María Jessen meiðist hér í landsleiknum á móti Noregi í Portúgal í mars. Vísir/Getty
Sandra María Jessen er kominn aftur inn á fótboltavöllinn eftir slæm hnémeiðsli í mars og verður í eldlínunni í kvöld þegar Þór/KA heimsækir Stjörnuna í Garðabæinn.

Sandra María hefur sett stefnuna á Evrópumótið í Hollandi í júlí en fyrir aðeins þremur mánuðum var útlitiið ekki gott þegar hún meiddist í landsleik. Sandra María var þá stödd á Portúgal en það hefur ekki verið góður staður fyrir hana á EM-ári.

Fyrir fjórum árum komu meiðsli í veg fyrir að Sandra María færi með á EM og aftur elti ólukkan hana í Portúgal í vetur.

„Ég fór í þrjár ferðir til Portúgals veturinn fyrir EM 2013. Eina með A-landsliðinu, eina með U19 og svo með Þór/KA. Í síðustu ferðinni, sem var með U19, þá meiddi ég mig, teygði á krossbandinu og fékk beinmar. Ég var í spelku og ekki alveg klár þegar EM var síðast,“ segir Sandra sem meiddist aftur í landsleik í Portúgal í mars síðastliðnum.

„Það að hafa tekið þátt í allri undankeppninni síðast og ekki vera með á EM var erfitt. Ég vona svo sannarlega að það verði ekki eins núna. Ég er samt tilbúin að taka því sem kemur og það er ekkert sjálfsagt að vera valin meðal þessara flottu stelpna sem eru bæði að spila í Pepsi-deildinni og úti," segir Sandra.


Tengdar fréttir

Sandra María send á sjúkrahús

Freyr Alexandersson segir að Sandra María Jessen hafi verið send á sjúkrahús í myndatöku vegna meiðslanna sem hún varð fyrir í leik Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í kvöld.

Það eru allir að hjálpa mér

EM-draumurinn lifir enn hjá Söndru Maríu Jessen sem heimsækir Íslandsmeistara Stjörnunnar í kvöld með toppliðinu Þór/KA. "Fólk er rosalega mikið að bíða eftir því að við misstígum okkur,“ segir Sandra María.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×