Sport

Alonso kláraði ekki í Indy 500 | Sjáðu ótrúlegan árekstur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Takuma Sato fagnar sigri.
Takuma Sato fagnar sigri. Vísir/Getty
Takuma Sato bar sigur úr býtum í 101. keppni Indianapolis 500-kappakstrinum sem fór fram í Bandaríkjunum í gær eftir frábæran lokasprett.

Spánverjinn Fernando Alonso, sem fékk frí í Mónakókappakstrinum í Formúlu 1, ók vel í keppninni og var í forystu í samtals 27 hringi af 200. Hann hins vegar neyddist til að hætta vegna vélarbilunar eftir 179 hringi.

„Þetta er synd því mér fannst að við ættum skilið að fá að klára og upplifa síðasta hringinn - hver veit hvar við hefðum endað,“ sagði Alonso eftir kappaksturinn.

Sato keppti í Formúlu 1 frá 2002 til 2008 en sneri sér að bandarísku mótaröðinni eftir það. Hann tók forystu á 195. hring og náði að halda hinum brasilíska Castroneves í öðru sæti eftir æsilegan lokasprett.

Það þótti svo mikil mildi að Scott Dixon hafi sloppið að mestu við meiðsli eftir ótrúlegan árekstur hans við annan ökumann á 53. hring en það má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×