Enski boltinn

22 milljarðar í húfi í einum leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það er mikið í húfi fyrir stuðningsmenn Reading og Huddersfield í dag.
Það er mikið í húfi fyrir stuðningsmenn Reading og Huddersfield í dag. Vísir/Getty
Það kemur í ljós í kvöld hvort það verði Huddersfield eða Reading sem fær sæti í ensku úrvalsdeildinni en liðin mætast í úrslitaleik umspilskeppni ensku B-deildarinnar.

Óhætt er að fullyrða að um verðmætasta leik knattspyrnuheimsins er að ræða en samkvæmt Sky Sports fær liðið sem kemst upp tekjuaukningu upp á að minnsta kosti 170 milljónir punda, jafnvirði tæpra 22 milljarða króna.

Ef að liðinu tekst svo að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni hækkar sú upphæð í 290 milljónir punda - 37 milljarða króna.

Öll lið í ensku úrvalsdeildinni munu fá 95 milljónir punda í sinn hlut á næsta keppnistímabili, að stærstum hluta vegna sjónvarpstekna, og lið sem falla úr deildinni næsta vor fá 75 milljónir punda í greiðslur næstu tvö ár á eftir.

Brighton og Newcastle unnu sér einnig sæti í ensku úrvalsdeildinni í vor.

Leikur Huddersfield og Reading hefst klukkan 14.00 í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×