Enski boltinn

Markvörður Benfica á leið til City

Ederson Moraes.
Ederson Moraes. Vísir/Getty
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Manchester City sé á góðri leið með að fá markvörðinn Ederson Moraes í sínar raðir frá Benfica í Portúgal.

Willy Caballero varð samningslaus hjá City fyrir helgi og sagði Ederson eftir sigur hans manna í Benfica gegn Vitoria Guimaraes í úrslitaleik bikarsins í Portúgal að hann hefði líklega spilað sinn síðasta leik með félaginu.

Pep Guardiola, stjóri City, er sagður ætla að vera duglegur á leikmannamarkaðnum í sumar eftir að lið hans vann engan titil á nýliðnu tímabili. Hann er einnig sagður áhugasamur um Benjamin Mendy, bakvörð Monaco.

Hann er þegar búinn að kaupa Bernardo Silva, miðjumann Monaco, og gekk frá þeim viðskiptum í síðustu viku.

Ljóst er að Claudio Bravo mun fá alvöru samkeppni um markvarðastöðu City ef að Moraes gengur í raðir City.


Tengdar fréttir

Silva: Segir ekki nei við Guardiola

Manchester City landaði einum stærsta bitanum á leikmannamarkaðinum í gær þegar Bernando Silva skrifaði undir fimm ára samning við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×