Erlent

Trump segir Kushner standa sig afar vel í starfi

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump og tengdasonurinn Jard Kushner.
Donald Trump og tengdasonurinn Jard Kushner. Vísir/AFP
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir í yfirlýsingu til dagblaðsins New York Times, að tengdasonur sinn, Jared Kushner, standi sig afar vel sem ráðgjafi forsetans.

Um helgina hafa verið fluttar af því fréttir að Kushner sé talinn hafa rætt við háttsetta embættismenn frá Rússlandi um að koma á fót öruggum samskiptalínum á milli Rússa og framboðs Trumps, í desember í fyrra, áður en Trump tók við forsetaembættinu en eftir kosningarnar.

Trump forseti ræddi þau mál ekki sérstaklega í yfirlýsingu sinni en sagði aðeins að Kushner stæði sig afar vel í starfi og njóti fulls trausts forsetans.

Trump bætti því við að Kushner væri að vinna að verkefnum sem muni spara þjóðinni milljarða dollara auk þess sem hann væri góð manneskja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×