Lífið

Egill Ólafs og Tinna selja höllina á Grettisgötu: Sjáðu Heimsóknarinnslagið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fallegt hús hjá þeim hjónum.
Fallegt hús hjá þeim hjónum.
Hjónin Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson hafa sett einbýlishús sitt við Grettisgötu 8 á sölu en um er að ræða rúmlega 250 fermetra hús á besta stað í borginni.

Húsið stendur á eignarlóð og þar er sérbílastæði. Húsið er á þremur hæðum ásamt fallegri 80 fermetra aukaíbúð í sérhúsi.

Aðalhúsið er glæsilegt bárujárnsklætt timburhús sem hefur verið mikið endurnýjað. Tvennar suðursvalir og garður í góðri rækt með timburpöllum.

Fasteignamat hússins er 73 milljónir og er óskað eftir tilboði. Það má fastlega gera ráð fyrir því að þau hjónin fái töluvert hærri upphæð fyrir eignina.

Fjallað var um eignina í þættinum Heimsókn á Stöð 2 árið 2013 og má sjá þá umfjöllun hér að neðan. Einnig má sjá fallegar myndir af húsinu.

Stórflott hús í hjarta borgarinnar.
Fallegt útsýni
Smekkleg borðstofa.
Draumapallur.
Fín setustofa.
Smekklegt herbergi.
Huggulegur garður.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×