Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Flautaði Helgi Mikael of snemma af?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Talsvert umræða spannst um frammistöðu Helga Mikaels Jónassonar, dómara leiks KA og Víkings R., í Pepsi-mörkunum í gær.

Hörður Magnússon og félagar veltu því fyrir sér hvort Helgi Mikael hefði ekki getað sýnt Guðmanni Þórissyni annað gult spjald í aðdraganda vítaspyrnunnar sem Víkingar fengu í leiknum sem endaði með 2-2 jafntefli.

Guðmann straujaði Alex Frey Hilmarsson niður skömmu áður en samherji hans, Bjarki Þór Viðarsson, varði skot Ivica Jovanovic með hendi á línu. Bjarki fékk beint rautt spjald en Guðmann slapp og fékk að klára leikinn.

„Hann hefði auðveldlega getað gefið honum rautt. Guðmann var ljónheppinn að sleppa,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Hörður furðaði sig einnig á því að Helgi Mikael skyldi flauta til leiksloka þegar Víkingar áttu horn.

„Þú þarft að láta augnablikið klárast. Það var ekki búið. Þetta er ekki í anda leiksins,“ sagði Hörður og rifjaði upp þegar Helgi Mikael flautaði of snemma af í leik Þróttar og Víkings Ó. í fyrra.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×