Íslenski boltinn

Börsungar að ráða eftirmann Enrique

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ernesto Valverdi.
Ernesto Valverdi. Vísir/Getty
Ernesto Valverdi verður næsti þjálfari stórliðs Barcelona ef marka má fréttir erlendra miðla.

Valverde tilkynnti í síðustu viku að hann myndi ekki þjálfa Athletic Bilbao áfram eftir fjögur ár í starfi.

Ef af verður mun Valverdi taka við starfinu af Luis Enrique sem hefur verið þjálfari Barcelona undanfarin þrjú ár. Samningur hans við félagið rennur út í sumar.

Það verður stjórnarfundur hjá Barcelona eftir hádegi og Josep Mariu Bartomeu, fosreti félagsins, mun halda blaðamannafund klukkan 17.00 í dag.

Valverde var leikmaður Barcelona í tvö ár, frá 1988 til 1990 og skoraði þá átta mörk í 22 leikjum. Undir hans stjórn endaði Athletic Bilbao í sjöunda sæti spænsku deildarinnar. Barcelona varð í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×