Erlent

Samningsaðilar koma saman til að ræða Minsk-samkomulagið

Atli Ísleifsson skrifar
Rússneskir aðskilnaðarsinnar fögnuðu Sigurdeginum í borginni Donetsk í austurhluta Úkraínu þann 9. maí.
Rússneskir aðskilnaðarsinnar fögnuðu Sigurdeginum í borginni Donetsk í austurhluta Úkraínu þann 9. maí. Vísir/AFP
Fulltrúar þeirra ríkja sem komu að gerð Minsk-samkomulagsins – sem miðar að því að binda endi á átökin í austurhluta Úkraínu – munu koma saman til fundar í Berlín á morgun til að ræða ástandið í Úkraínu.

Til fundarins koma aðstoðarutanríkisráðherrar Þýskalands, Frakklands, Úkraínu og Rússlands.

„Fundurinn á sér stað til að fara yfir gang mála á jörðu niðri, með tilliti til vopnahlésins og önnur ákvæði Minsk-samkomulagsins,“ segir Martin Schäfer, talsmaður þýska utanríkisráðuneytisins.

Samið var um friðaráætlunina í hvítrússnesku höfuðborginni Minsk á haustmánuðum 2014. Þar var samið um vopnahlé milli úkraínskra stjórnarhersins og sveita rússneskra aðskilnaðarsinna, en það vopnahlé margoft verið brotið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×