Íslenski boltinn

Vísa Káramanna sögð einkar ósmekkleg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Siggi dúlla ræðir við Kolbein Sigþórsson.
Siggi dúlla ræðir við Kolbein Sigþórsson. Vísir
Árni Hermannsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, hefur sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem hegðun Káramanna, stuðningsmanna Fjölnis, er hörmuð.

Eins og fjallað hefur verið um fóru Káramenn ófögrum orðum um Sigurð Svein Þórðarson, Sigga Dúllu, liðsstjóra Stjörnunnar á Twitter-síðu sinni fyrir leik liðanna um helgina.

Káramenn hafa beðist afsökunar á þessu og gerði Árni slíkt hið sama fyrir hönd Fjölnis.

„Sú vísa sem Káramenn settu á Twitter í gær um Sigga Dúllu var einkar ósmekkleg og á ekkert skilt við þá umgjörð sem á að vera í kringum í íþróttir og á auðvitað hvergi heima,“ sagði í yfirlýsingunni sem á lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

„Yfirlýsing frá knattspyrnudeild Fjölnis

Stuðningsmannaklúbburinn Kári er líflegur og skemmtilegur hópur sem styður vel við bakið á meistaraflokkum karla og kvenna hjá Fjölni. Káramenn eiga það til að vera ögrandi en oftast eru þeir fyrst og fremst skemmtilegir og búa til góða stemningu á leikjum Fjölnis. Svona stuðningsfélög eiga það til að dansa á línunni en í gær fór Kári langt yfir strikið.

Sú vísa sem Káramenn settu á Twitter í gær um Sigga Dúllu var einkar ósmekkleg og á ekkert skilt við þá umgjörð sem á að vera í kringum í íþróttir og á auðvitað hvergi heima.

Káramenn hafa beðið Sigga Dúllu afsökunar á hegðun sinni. Fyrir hönd Fjölnis vil ég biðja hann afsökunar sömuleiðis.

Forráðamenn Fjölnis munu í samvinnu við stuðningsmenn leitast við að gera umgjörðina líflega og skemmtilega og koma í veg fyrir að svona lagað endurtaki sig. Við viljum hafa jákvæða fjölskyldustemningu á öllum leikjum Fjölnis.

 

F.h. knattspyrnudeildar Fjölnis

Árni Hermannsson, formaður“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×