Fótbolti

Lahm tekinn inn í frægðarhöll Bayern München

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lahm ásamt Karl-Heinz Rummenigge og Uli Hoeness.
Lahm ásamt Karl-Heinz Rummenigge og Uli Hoeness. vísir/getty
Philipp Lahm var í dag tekinn inn í frægðarhöll Bayern München.

Hinn 33 ára gamli Lahm lagði skóna á hilluna í síðustu viku eftir afar farsælan feril.

Lahm lék allan sinn feril með Bayern ef frá eru talin tvö tímabil þar sem hann var á láni hjá Stuttgart.

Lahm varð átta sinnum þýskur meistari með Bayern, sex sinnum bikarmeistari auk þess sem hann vann Meistaradeild Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða með liðinu.

Lahm er fyrsti leikmaður Bayern sem er tekinn inn í frægðarhöllina síðan Oliver Kahn 2008.

Lahm er í afar góðum félagsskap í fræðgarhöllinni en þar eru leikmenn eins og Franz Beckenbauer, Gerd Müller, Lothar Matthäus, Sepp Maier og Karl-Heinz Rummenigge.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×