Fótbolti

Spila við England fyrir luktum dyrum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs landsliðsins.
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs landsliðsins. mynd/ksí
Landslið Englands og Íslands, skipuð leikmönnum 21 árs og yngri, mætast í æfingaleik á St. Georg's Park þann 10. júní næstkomandi.

Þetta kemur fram á vef KSÍ í dag en athygli vekur að leikurinn fer fram fyrir luktum dyrum.

Englendingar eru að undirbúa sig fyrir lokakeppni EM sem fer fram í Póllandi í sumar en strákarnir okkar eru að undirbúa sig fyrir undankeppni EM 2019.

Þar er Ísland í riðli með Albaníu, Eistlandi, Norður-Írlandi, Slóvakíu og Spáni en fyrsti leikur Íslendinga í riðlinum veðrur gegn Albaníu hér heima þann 4. september.

U-21 lið Íslands og Englands mættust síðast í undankeppni EM 2013 en þá vann England sannfærandi í bæði skipti, 3-0 á Íslandi og 5-0 á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×