Erlent

Tígrisdýr drap starfsmann dýragarðs í Bretlandi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hamerton dýragarðurinn í Cambridge-skíri.
Hamerton dýragarðurinn í Cambridge-skíri.
Tígrisdýr réðst á dýragarðsstarfsmann og drap hann í Hamerton-dýragarðinum í Cambridge-skíri í Bretlandi í dag. Greint er frá þessu á vef BBC. Fyrr í dag voru fréttir fluttar af aðgerðum lögreglu í dýragarðinum sem var rýmdur eftir „alvarlegt atvik.“

„Tígrisdýr komst inn á afgirt svæði, þar sem dýragarðsstarfsmaður var staddur. Því miður lést starfsmaðurinn, sem var kona, á vettvangi,“ segir í yfirlýsingu frá lögreglu í Cambridge-skíri.

Tígrisdýrið slapp aldrei út úr girðingunni og gestir dýragarðsins í dag því aldrei í hættu staddir. Lögregla segir slysið „ekki talið grunsamlegt.“

Viðbragðsaðilar voru sendir að Hamerton-dýragarðinum í Steeple Gidding um klukkan 11:15 að staðartíma í dag en garðurinn var rýmdur í kjölfar atviksins, sem litlar upplýsingar fengust um í fyrstu aðrar en þær að atvikið tengdist ekki strokudýri.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×