Enski boltinn

Sjáðu vítaspyrnukeppnina sem var upp á milljarða króna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Huddersfield fagna í leikslok.
Leikmenn Huddersfield fagna í leikslok. vísir/getty
Huddersfield komst upp í ensku úrvalsdeildina í dag í verðmætasta íþróttaleik hvers árs.

Huddersfield hafði þá betur gegn Reading í hreinum úrslitaleik um sæti í efstu deild. Vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit.

Taugar leikmanna, sem og eigenda, voru þandar enda 22 milljarðar króna undir.

Fögnuður leikmanna Huddersfield var ósvikinn enda er félagið komið í efstu deild eftir 45 ára fjarveru. Leikmenn Reading aftur á móti grétu á vellinum.

Sjá má vítakeppnina hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×