Íslenski boltinn

Öruggt hjá Val og FH

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Elín Metta skoraði fyrir Valskonur í kvöld.
Elín Metta skoraði fyrir Valskonur í kvöld. vísir/ernir
Leikjahrinu dagsins í Pepsi-deild kvenna lauk með öruggum sigrum Vals og FH.

Valur valtaði yfir botnlið Hauka á meðan FH sótti sterkan sigur til Grindavíkur. Valur er því enn í fimmta sæti með 12 stig en stigi á eftir ÍBV og þrem stigum á eftir Breiðablik.

FH er einnig með tólf stig og virðist ætla að hanga með liðunum í efri hlutanum.

Bæði lið eru þó níu stigum á eftir toppliði Þórs/KA sem hefur unnið alla leiki sína í sumar.

Úrslit:

Haukar - Valur 1-4

0-1 Ariana Calderon (2.), 0-2 Vesna Smiljkovic (36.), 0-3 Elín Metta Jensen (45.), 0-4 Hlíf Hauksdóttir (68.), 1-4 Marjani Hing-Glover (89.).

Grindavík - FH 1-3

0-1 Helena Ósk Hálfdánardóttir (2.), 1-1 Rilany da Silva (36.), 1-2 Guðný Árnadóttir (50.), 1-3 Megan Dunnigan (55.).

Upplýsingar um markaskorara frá fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×