Viðskipti erlent

iPhone 8 gæti frestast töluvert

Sæunn Gísladóttir skrifar
Tim Cook forstjóri Apple mun kynna nýja snjallsíma fyrirtækisins á kynningu í haust.
Tim Cook forstjóri Apple mun kynna nýja snjallsíma fyrirtækisins á kynningu í haust.

Nýjar vísbendingar eru um að útgáfa iPhone 8 sem er væntanlegur úr smiðju Apple gæti frestast á þessu ári. Business Insider greinir frá því að vaxandi líkur séu á því að sala á iPhone 8 gæti frestast um nokkra mánuði.

Árið 2017 er tíu ára afmæli fyrsta iPhone snjallsímans, Apple hefur ákveðið að framleiða nýjan árlega síma iPhone 7S í ár en sérfræðingar segia einnig iPhone 8 í smíðum. Stefnt sé að því að gefa út iPhone 8, sem eins konar tíu ára afmælisútgáfu, í haust. Síminn væri með fullt af nýrri tækni meðal annars betri myndavél og möguleikann á að hlaða án instungu.

Merki eru þó um að framleiðsluvandræði gætu hægt á útgáfu símans sem búist er við að komi út í haust. Sérfræðingur segir að framleiðsla símans gæti frestast frá ágúst eða september mánuði til október eða nóvembermánaðar.

Því eru líkur á því að báðir símar verði kynntir á vörukynningu Apple í september og að sala muni hefjast í kjölfarið á iPhone 7S en nokkra mánaða bið verði eftir iPhone 8.

Jafnvel þegar sala hefst á iPhone 8 gæti verið bið eftir að eignast símann þar sem  að takmarkanir verða á þeim fjölda sem getur verið sendur á hverjum ársfjórðungi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
11,42
18
517.494
MARL
3,85
23
1.096.084
ORIGO
2,37
9
40.243
N1
1,72
3
47.156
SKEL
1,41
6
119.474

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
0
1
18.150