Formúla 1

Mercedes birtir númer og nafn ökumanns á bílum

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Mercedes setti merkingarnar sem þeim ber að bera á uggann.
Mercedes setti merkingarnar sem þeim ber að bera á uggann. Vísir/Autosport.com

Mercedes liðið í Formúlu 1 hefur birt myndir af keppnisbílum sínum sem eru í samræmi við nýjustu keppnisreglurnar í Formúlu 1. Nafn og númer ökumanns skal vera sýnilegt á bílnum.

FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið, ákvað í apríl að frá og með spænska kappakstrinum yrðu nöfn og keppnisnúmer ökumanna að vera stærri en áður hefur tíðkast. Keppnisnúmer ökumanna verða að vera 23 sentimetrar á hæð og nafn ökumanns verður að vera að lágmarki 15 sentimetrar á yfirbyggingu bílsins.

Mercedes sýndi sína hönnun nýlega og þá eru bæði númerið og nafnið sett á hákarlauggan. Nafnið er hins vegar einungis opinber þriggja stafa skammstöfun ökumanns, sú sama og er notuð í grafíkinni sem notuð er í sjónvarpsútsendingum.

Reglurnar taka gildi frá og með spænska kappakstrinum næstu helgi og er ætlað að auðvelda áhorfendum og lýsendum að greina ökumenn í sundur.


Tengdar fréttir

Horner: Red Bull hefur mikið að gera í Barselóna

Red Bull liðið ætlaði sér stóra hluti þegar nýju reglurnar fyrir tímabilið voru kynntar. Raunin hefur verið önnur en liðið ætlar sér stóra hluti í spænska kappakstrinum aðra helgi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira