Íslenski boltinn

Arnar Grétarsson: „Ég var í vandræðum í einkalífinu á síðasta ári“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, leggur spilin á borðið eftir brottrekstur sinn frá Kópavogsliðinu í þættinum 1á1 sem er á dagskrá Stöð 2 Sport HD klukkan 22.00 í kvöld.

Sjá einnig:Arnar: „Kannski er ég kjáni en ég trúði ekki að þetta væri að gerast“

Þar ræðir Arnar opinskátt um brottreksturinn í viðtali við Guðmund Benediktsson en 1á1 er viðtalsþáttur sem er á dagskrá á hverju föstudagskvöldi þegar Teigurinn hefur lokið sér af.

Brot úr viðtalinu má sjá í spilaranum hér að ofan.

Guðmundur spyr Arnar út í þá orðróma að óróleiki hafi verið innan herbúða Breiðabliks á síðustu leiktíð en liðið endaði í sjötta sæti sem voru mikil vonbrigði. Heyrst hafði að sumir vildu breytingar en ekkert gerðist; Arnar hélt áfram að þjálfa liðið.

„Ég get bara sagt það að á síðasta ári var ég persónulega í smá vandræðum í mínu einkalífi. Það var erfitt ár. Sem betur fer er það á góðum stað í dag,“ segir Arnar.

„Það var í raun og veru eitthvað sem var rætt eftir tímabilið en aldrei eitthvað annað. Talandi um þetta þá var farið yfir þetta allt saman. Það var farið yfir hvað við gerðum vel og hvað má laga. Við gerðum þetta mjög fagmannlega. Svo var bara áfram gakk. Menn ætluðu bara að spýta í lófana og gera góða hluti,“ segir Arnar Grétarsson.

1á1 er á dagskrá Stöð 2 Sport HD klukkan 22.00 í kvöld en þar verður einnig ítarlegt viðtal við Ólaf Jóhannesson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×