Viðskipti innlent

Íslendingar halda áfram að bæta 2007 metið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Örtröð í flugstöðinni.
Örtröð í flugstöðinni. Vísir/GVA
Rétt tæplega einn af hverjum fimm Íslendingum hélt af landi brott í nýliðnum apríl. Þetta kemur fram í gögnum frá Ferðamálastofu sem Túristi.is vitnar í og fjallar um.

Rúmlega 62 þúsund Íslendingar flugu úr landi í apríl og aðeins einu sinni hafa fleiri Íslendingar flogið utan í sama mánuðinum. Bílastæðin við flugstöðina voru smekkfull í kringum páskana. Í júní í fyrra þegar EM ævintýri karlalandsliðsins stóð yfir í Frakklandi.

Þangað til í júní í fyrra höfðu flestir Íslendingar farið úr landi í júní á „gullaldarárinu“ 2007 ef svo má segja. Tæplega 55 þúsund fóru af landi brott sem var met þangað til í júní í fyrra. Júlí í fyrra toppaði líka gamla metið þegar rúmlega 55 þúsund manns skelltu sér til útlanda.

Þá tíu mánuði sem flestir Íslendingar hafa flogið utan má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×