Viðskipti innlent

Tryggingagjaldið ekki lækkað í bráð

Sæunn Gísladóttir skrifar
Benedikt Jóhannesson segir að tryggingagjaldið verði tekið til skoðunar síðar á kjörtímabilinu.
Benedikt Jóhannesson segir að tryggingagjaldið verði tekið til skoðunar síðar á kjörtímabilinu. vísir/vilhelm
Á næstunni er ekki útlit fyrir að tryggingagjald verði lækkað, þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi minnkað verulega og verið einungis 1,7 prósent í mars, samkvæmt mælingum Hagstofunnar.

„Nei, við höfum boðað það að við munum taka það til skoðunar síðar á kjörtímabilinu en það er ekki akkúrat núna. Það er fleira sem fellur þarna undir. Til dæmis almannatryggingaframlag og þar hafa útgjöldin aukist,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.

Tryggingagjald er samkvæmt Ríkisskattstjóra sérstakt gjald sem launagreiðendum ber að greiða af heildarlaunum launamanna sinna á tekjuári og eftir atvikum af eigin reiknuðu endurgjaldi. Tryggingagjaldið er nú 6,85 prósent og lækkaði um 0,5 prósent á síðastliðnu ári. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×