Viðskipti erlent

Hagnaður Emirates tók mikla dýfu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Á síðasta fjárhagsári hagnaðist Emirates um rúma 7 milljarða dollara.
Á síðasta fjárhagsári hagnaðist Emirates um rúma 7 milljarða dollara. vísir/epa

Á síðastliðnu viðskiptaári lækkaði hagnaður flugfélagsins Emirates um 82 prósent. Ástæður þess voru meðal annars minni eftirspurn eftir ferðalögum og atvik sem ollu óstöðugleika, meðal annars áform Trumps Bandaríkjaforseta.

CNN greinir frá því að arðgreiðslur voru afturkallaðar hjá félaginu í fyrsta skipti síðan árið 1996. Til samanburðar greiddi félagið ríkisstjórn Dubai 681 milljón dollara í arð á síðasta ári, en þá nam hagnaður félagsins 7,1 milljarði dollara.

Stjórnarformaður Emirates, Sheikh Ahmed bin Saeed Al Makt­oum, segir síðasta árið hafa verið eitt það erfiðasta í sögu félagsins og sér hann fram á annað erfitt ár fram undan. Hann segir það meðal annars skýrast af aukinni samkeppni og óstöðugleika á mörkuðum sem hafa áhrif á eftirspurn eftir flugi.

Í síðasta mánuði var tilkynnt að Emirates væru að draga úr flugferðum til Bandaríkjanna vegna neikvæðra áhrifa af stefnu Trumps. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
11,42
18
517.494
MARL
3,85
23
1.096.084
ORIGO
2,37
9
40.243
N1
1,72
3
47.156
SKEL
1,41
6
119.474

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
0
1
18.150