Golf

Garcia fór holu í höggi á einni frægustu holu heims | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Garcia fagnar á 17. holunni eftir ásinn góða.
Garcia fagnar á 17. holunni eftir ásinn góða. vísir/getty

Sergio Garcia stal senunni á fyrsta hring Players-meistaramótsins er hann fór holu á höggi á hinni frægu 17. braut Sawgrass-vallarins.

Garcia flýgur því enn hátt en þetta er fyrsta mótið sem hann tekur þátt í síðan hann vann Masters. Það var hans fyrsti sigur á risamóti.

Hann fór hringinn á endanum á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Hann er því nokkuð á eftir efstu mönnum.

William McGirt og Mackenzie Hughes leiða eftir fyrsta hring á fimm höggum undir pari. Adam Scott var lengi efstur en tapaði fjórum höggum á síðustu tveim holunum. Hann er þrem höggum á eftir efstu mönnum.

Útsending frá öðrum degi mótsins hefst á Golfstöðinni klukkan 17.00.
Fleiri fréttir

Sjá meira