Golf

Garcia fór holu í höggi á einni frægustu holu heims | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Garcia fagnar á 17. holunni eftir ásinn góða.
Garcia fagnar á 17. holunni eftir ásinn góða. vísir/getty

Sergio Garcia stal senunni á fyrsta hring Players-meistaramótsins er hann fór holu á höggi á hinni frægu 17. braut Sawgrass-vallarins.

Garcia flýgur því enn hátt en þetta er fyrsta mótið sem hann tekur þátt í síðan hann vann Masters. Það var hans fyrsti sigur á risamóti.

Hann fór hringinn á endanum á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Hann er því nokkuð á eftir efstu mönnum.

William McGirt og Mackenzie Hughes leiða eftir fyrsta hring á fimm höggum undir pari. Adam Scott var lengi efstur en tapaði fjórum höggum á síðustu tveim holunum. Hann er þrem höggum á eftir efstu mönnum.

Útsending frá öðrum degi mótsins hefst á Golfstöðinni klukkan 17.00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira