Viðskipti innlent

Steindi stælir Björgólf og gefur út app

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Steindi Jr. gefur út appið The Top List í dag.
Steindi Jr. gefur út appið The Top List í dag. Vísir/Eyþór
Hver hefur ekki velt því fyrir sér hver sé á toppnum? Hver sé númer eitt í heiminum? Steindi Jr. ætlar sér að svara þeirri spurning með appinu “The Top List” sem kemur út í dag.

Steindi og viðskiptafélagi hans Ólafur Thors unnu appið í samstarfi við hugbúnaðarfyrirtækið Kóða.

„Þetta er ekki flókið. Markmiðið í The Top List er að safna Top Dollars og sá sem sem á flesta Top Dollars er á toppnum,“ segir Steindi.

 

Það er ekki ólíklegt að Steindi hafi fundið innblástur fyrir hlutverk viðskiptajöfursins hjá Björgólfi Thor.Skjáskot/Forbes
Þegar náð er í appið á App Store eða Google Play virðist það við fyrstu sýn vera sáraeinfalt. Notendur búa til aðgang og safna stigum. Steindi segir að galdurinn við appið sé einmitt einfaldleikinn.

„Það eru tveir listar, Today og All time. Today listinn endurnýjast daglega þar sem notendur keppast um að komast og halda sér á toppnum. All Time listinn lifir aftur á móti að eilífu og markmiðið er að klífa þann lista þangað til toppnum er náð,“ segir Steindi brosandi og er greinilegt að hann kann vel við sig í þessu nýja hlutverki viðskiptajöfursins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×