Viðskipti innlent

Jón Finnbogason hættur hjá Stefni og stýrir nýrri deild í Arion banka

Hörður Ægisson skrifar
Jón Finnbogason hefur verið forstöðumaður skuldabréfa hjá sjóðastýringarfyrirtækinu frá 2013.
Jón Finnbogason hefur verið forstöðumaður skuldabréfa hjá sjóðastýringarfyrirtækinu frá 2013.
Jón Finnbogason, sem hefur verið forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni frá árinu 2013, hefur hætt störfum hjá sjóðastýringarfyrirtækinu og mun í kjölfarið taka við sem yfirmaður nýrrar deildar innan Arion banka á sviði lánaumsýslu, samkvæmt upplýsingum Vísis.  

Anna Kristjánsdóttir, sem hefur verið sjóðstjóri skuldabréfa hjá félaginu, tekur við starfi Jóns í Stefni. 

Jón, sem gegndi jafnframt stöðu staðgengils framkvæmdastjóra Stefnis, starfaði áður meðal annars sem aðstoðarframkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka og þar áður var hann forstjóri Byrs.



Stefnir er dótturfélag Arion banka og stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með eignir í virkri stýringu upp á 400 milljarða króna.

Fréttin var uppfærð kl. 17:15.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×