Innlent

Blöndustöð Landsvirkjunar fær alþjóðleg verðlaun

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Laxveiði í Blöndu hefur stóraukist eftir tilkomu virkjunarinnar.
Laxveiði í Blöndu hefur stóraukist eftir tilkomu virkjunarinnar. vísir/gva
Blöndustöð Landsvirkjunar hefur hlotið Blue Planet verðlaunin, sem Alþjóðavatnsaflssamtökin (International Hydro­power Association, IHA) veita verkefnum sem skara fram úr í sjálfbærri nýtingu vatnsafls í heiminum. Verðlaunin voru veitt á þingi samtakanna, sem haldið var í Addis Ababa í Eþíópíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Verðlaunin eru veitt á grundvelli alþjóðlegs matslykils um sjálfbæra nýtingu vatnsafls (Hydropower Sustainability Assessment Protocol, HSAP), en úttekt á grundvelli hans var gerð á Blöndustöð árið 2013.

Í úttektinni, sem var mjög umfangsmikil og fór fram í Blöndustöð og á aðalskrifstofu Landsvirkjunar, voru teknir til nákvæmrar skoðunar 17 flokkar sem varða rekstur Blöndustöðvar – til dæmis samskipti og samráð, stjórnun á umhverfislegum og samfélagslegum þáttum, vatnsauðlindina, vinnuafl og vinnuaðstöðu, líffræðilegan fjölbreytileika og framandi tegundir ásamt rofi og setmyndun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×