Viðskipti erlent

Netflix skapar 400 ný störf í Evrópu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Höfuðstöðvar Netflix í Amsterdam þjónusta Evrópu-, Mið-Austurlanda- og Afríkumarkað.
Höfuðstöðvar Netflix í Amsterdam þjónusta Evrópu-, Mið-Austurlanda- og Afríkumarkað. VÍSIR/EPA
Forsvarsmenn Netflix stefna að því að auka umsvif sín í Evrópu og lofa að skapa 400 ný störf þar. Störfin muni verða í Amsterdam þar sem Netflix mun opna nýja skrifstofu í vikunni. Í byrjun munu starfa þar 170 manns en stefnt er að því að starfsmenn verði orðnir 400 fyrir árslok 2018. Nú þegar hefur starfsmannafjöldinn á skrifstofunni í Amsterdam, sem er höfuðstöðvar fyrir Evrópu, Mið-Austurlönd og Afríku, tvöfaldast á síðastliðnu ári og nemur nú 120 manns.

Stefnt er að því að setja í loftið sex nýjar Netflix-sjónvarpsseríur sem framleiddar eru í Evrópu á þessu ári, þeirra á meðal er franska vísindaskáldskaparserían Osmosis. Netflix hefur varið 1,75 milljörðum dollara í 90 verkefni í Evrópu á síðustu fimm árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×