Viðskipti erlent

Netflix skapar 400 ný störf í Evrópu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Höfuðstöðvar Netflix í Amsterdam þjónusta Evrópu-, Mið-Austurlanda- og Afríkumarkað.
Höfuðstöðvar Netflix í Amsterdam þjónusta Evrópu-, Mið-Austurlanda- og Afríkumarkað. VÍSIR/EPA

Forsvarsmenn Netflix stefna að því að auka umsvif sín í Evrópu og lofa að skapa 400 ný störf þar. Störfin muni verða í Amsterdam þar sem Netflix mun opna nýja skrifstofu í vikunni. Í byrjun munu starfa þar 170 manns en stefnt er að því að starfsmenn verði orðnir 400 fyrir árslok 2018. Nú þegar hefur starfsmannafjöldinn á skrifstofunni í Amsterdam, sem er höfuðstöðvar fyrir Evrópu, Mið-Austurlönd og Afríku, tvöfaldast á síðastliðnu ári og nemur nú 120 manns.

Stefnt er að því að setja í loftið sex nýjar Netflix-sjónvarpsseríur sem framleiddar eru í Evrópu á þessu ári, þeirra á meðal er franska vísindaskáldskaparserían Osmosis. Netflix hefur varið 1,75 milljörðum dollara í 90 verkefni í Evrópu á síðustu fimm árum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
0,9
3
21.107
VOICE
0,77
2
28.409
SIMINN
0,47
5
119.512
EIM
0,4
2
28.592
HAGA
0,14
6
44.287

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-1,34
7
64.006
ICEAIR
-1,23
24
166.977
MARL
-0,64
14
109.005
TM
-0,31
4
163.954
EIK
-0,2
3
12.485