Körfubolti

Keflavík heldur áfram að safna liði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnar Örn og Sigurþór Ingi ásamt Friðrik Inga Rúnarssyni, þjálfara Keflavíkur.
Ragnar Örn og Sigurþór Ingi ásamt Friðrik Inga Rúnarssyni, þjálfara Keflavíkur. mynd/keflavík

Keflavík heldur áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla á næsta tímabili.

Í dag sömdu Ragnar Örn Bragason og Sigurþór Ingi Sigurþórsson við Keflavík og bættust þannig í hóp með Þresti Leó Jóhannssyni sem er einnig nýgenginn í raðir Suðurnesjaliðsins.

Ragnar Örn er uppalinn ÍR-ingur sem hefur leikið með Þór í Þorlákshöfn undanfarin tvö ár. Hann hefur m.a. farið í tvo bikarúrslitaleiki með Þórsurum.

Sigurþór Ingi, sem er tvítugur, er uppalinn Keflvíkingar sem hefur leikið með Bærum í efstu deild í Noregi undanfarin tvö ár.

Keflavík hafnaði í 6. sæti Domino's deildarinnar í vetur og féll svo úr leik fyrir KR í undanúrslitunum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira