Körfubolti

Martin einni stoðsendingu frá metinu sínu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin skoraði lítið en dældi út stoðsendingum.
Martin skoraði lítið en dældi út stoðsendingum. vísir/bára dröfn

Martin Hermannsson hafði hægt um sig í stigaskorun þegar Charleville-Mezieres laut í lægra haldi fyrir Boulogne-sur-Mer, 78-84, í frönsku B-deildinni í körfubolta í kvöld.

Martin, sem er tilnefndur sem besti leikmaður B-deildarinnar, skoraði fimm stig en hann hitti aðeins úr tveimur af þeim 10 skotum sem hann tók í leiknum.

Martin dældi hins vegar út stoðsendingum og gaf níu slíkar.

Martin var einni stoðsendingu frá því að bæta stoðsendingamet sitt á tímabilinu. Íslenski landsliðsmaðurinn gaf 10 stoðsendingar í tapi fyrir Denain í byrjun árs. Martin er með 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur.

Charleville er í 5. sæti deildarinnar þegar einni umferð er ólokið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira