Körfubolti

Martin einni stoðsendingu frá metinu sínu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin skoraði lítið en dældi út stoðsendingum.
Martin skoraði lítið en dældi út stoðsendingum. vísir/bára dröfn

Martin Hermannsson hafði hægt um sig í stigaskorun þegar Charleville-Mezieres laut í lægra haldi fyrir Boulogne-sur-Mer, 78-84, í frönsku B-deildinni í körfubolta í kvöld.

Martin, sem er tilnefndur sem besti leikmaður B-deildarinnar, skoraði fimm stig en hann hitti aðeins úr tveimur af þeim 10 skotum sem hann tók í leiknum.

Martin dældi hins vegar út stoðsendingum og gaf níu slíkar.

Martin var einni stoðsendingu frá því að bæta stoðsendingamet sitt á tímabilinu. Íslenski landsliðsmaðurinn gaf 10 stoðsendingar í tapi fyrir Denain í byrjun árs. Martin er með 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur.

Charleville er í 5. sæti deildarinnar þegar einni umferð er ólokið.
Fleiri fréttir

Sjá meira