Lífið

Júrógarðurinn: Lá við slagsmálum í blaðamannahöllinni

Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa
Í Júrógarðinum í dag er farið yfir víðan völl úti í Kænugarði þar sem Eurovision-keppninni lauk í gærkvöldi.

Júrógarðurinn er vefþáttur sem hefur verið á Vísi síðustu daga og er umfjöllunarefnið aðeins Eurovision-keppnin í Úkraínu. Portúgalsi hjartaknúsarinn Salvador Sobral kom, sá og sigraði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gær.

Hann ásamt systur sinni og höfundi sigurlagsins, Luísa Sobral, hlutu alls 758 stig í keppninni í gær. Íslendingar hrifust einnig af systkinunum og fékk Portúgal 12 stig frá Íslandi.

Umsjónarmenn Júrógarðsins eru þeir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson sem eru staddir úti í Kænugarði.

Þeir félagar hafa kynnt sér alla keppendur undanfarna daga og kynnst mörgum skemmtilegum á þessu langa ferðalagi sínu. Í þessum síðasta þætti Júrógarðsins verður Eurovision-keppnin í Kænugarði gerð upp á skemmtilegan hátt.

Fagnaðarlæti Portúgala voru það mikil að það fór í skapið á öðrum blaðamönnum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×