Handbolti

Tandri kominn í úrslit en Atli Ævar er 2-1 undir

Atli Ævar skoraði eitt mark í einu skoti í dag.
Atli Ævar skoraði eitt mark í einu skoti í dag. mynd/sävehof
Tandri Már Konráðsson og félagar hans í Skjern eru komnir í lokaúrslitin í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir öruggan 31-26 sigur á útivelli á móti Ribe-Esbjerg í öðrum leik liðanna í dag.

Skjern vann fyrsta leikinn á heimavelli, 26-24, og komst því örugglega í lokaúrslin þar sem það mætir annað hvort Álaborg eða Bjerringbro-Silkeborg. Þau eigast við í oddaleiká þriðjudagskvöldið.

Tandri Már komst ekki á blað fyrir Skjern í dag en liðið hefur verið á mikilli siglinu í úrslitakeppninni eftir að hafna í fjórða sæti deildarkeppninnar.

Í Svíþjóð töpuðu Atli Ævar Ingólfsson og félagar hans í Sävehof, 24-23, í þriðja leik liðsins á móti Alingsås í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinar. Atli Ævar skoraði eitt mark í leiknum.

Liðin hafa nú unnið alla heimaleiki sína og mætast fjórða sinni á heimavelli Sävehof á þriðjudaginn.

Atli Ævar skoraði eitt mark fyrir Sävehof sem er 2-1 undir í einvíginu og fer í sumarfrí með tapi á heimavelli í fjórða leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×