Lífið

Eurovision-múnarinn stendur frammi fyrir fangelsisvist

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Múnarinn er ekki ástralskur, eins og margir héldu sökum fánans, heldur úkraínskur hrekkjalómur að nafni Vitalii Sediuk.
Múnarinn er ekki ástralskur, eins og margir héldu sökum fánans, heldur úkraínskur hrekkjalómur að nafni Vitalii Sediuk. Vísir/Skjáskot
Maðurinn sem stökk upp á svið í tónleikahöllinni í Kænugarði í Úkraínu, þar sem Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fór fram í gær, og beraði á sér rassinn stendur nú frammi fyrir fangelsisvist. Þetta kemur fram á vef ESC Today.

Maðurinn, Vitalii Sediuk, er annálaður úkraínskur hrekkjalómur. Hann er nú í haldi lögreglu og við honum blasir allt að fimm ára fangelsisvist og há fjársekt.

Sediuk er frægur fyrir hrekki sína en hann sérhæfir sig í truflunum á borð við þá sem átti sér stað á Eurovision-sviðinu í gær.

Á alþjóðavísu hefur Sediuk helst unnið sér það til frægðar að veitast að ofurfyrirsætunni Gigi Hadid í Mílanó á Ítalíu fyrr á þessu ári og þá ógnaði hann einnig öryggi raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian í París í Frakklandi árið 2014.

Þá er þetta heldur ekki í fyrsta skipti sem truflun verður á atriði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Árið 2010 stökk hrekkjalómurinn Jimmy Jump upp á svið og truflaði atriði spænska Eurovision-keppandans Daniel Diges.

Hér má sjá Eurovision-truflun Jimmy Jump frá árinu 2010 en keppnin var þá haldin í Osló í Noregi:

Og hér má sjá Vitalii Sediuk trufla atriði úkraínsku söngkonunnar Jamala í gærkvöldi:


Tengdar fréttir

Múnari fjarlægður af sviðinu í Kænugarði

Maður umvafinn ástralska fánanum stökk upp á sviðið þegar Jamala, hinn úkraínski sigurvegari söngvakeppninnar í fyrra, flutti lag sitt. Hann girti þá niður um sig og sýndi Evrópu berar rasskinnar sínar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×