Íslenski boltinn

Almarr fékk tvö gul en ekki rautt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Almarr slapp með skrekkinn.
Almarr slapp með skrekkinn. vísir/eyþór
Furðulegt atvik kom upp í leik KA og Fjölnis í 3. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. KA vann leikinn með tveimur mörkum gegn engu og situr í 2. sæti deildarinnar með sjö stig.

Svo virðist sem KA hefði átt að klára leikinn manni færri því Almarr Ormarsson fékk tvö gul spjöld en ekki rautt.

Guðmundur Ársæll Guðmundsson, dómari leiksins, gaf Almari fyrra gula spjaldið á 39. mínútu.

Á lokamínútunni fékk Almarr svo annað gult spjald en Guðmundur Ársæll lyfti hins vegar ekki rauða spjaldinu eins og lög kveða á um.

Almarr var eðlilega undrandi á svipinn en athygli vakti að enginn leikmaður Fjölnis virtist kveikja á þessu og benda Guðmundi Ársæli á mistökin.

Í leikskýrslunni á vef KSÍ er Almarr bara skráður með eitt gult spjald en seinna gula spjaldið virðist ekki hafa ratað á skýrsluna. Á myndbandsupptöku má samt greinilega sjá að Almarr fékk sitt annað gula spjald á 90. mínútu en rauða spjaldið fór ekki á loft í kjölfarið.

Hér vantar seinna gula spjaldið á Almar.mynd/skjáskot af vef ksí

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×