Golf

Kim sá yngsti til að vinna Players

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kim kátur með verðlaunagripinn í gær.
Kim kátur með verðlaunagripinn í gær. vísir/getty

Kóreumaðurinn Si-woo Kim varð í gærkvöldi yngsti maðurinn í sögunni til þess að vinna Players-meistaramótið í golfi.

Þessi 21 árs gamli strákur gerði engin mistök á lokahringnum og kom í mark á 69 höggum. Hann endaði á 10 höggum undir pari og varð þremur höggum á undan Ian Poulter og Louis Oosthuizen.

Fyrir þennan magnaða árangur fékk Kim um 200 milljónir króna í verðlaunafé.

Þetta er annar sigur Kim á PGA-mótaröðinni og hann er aðeins fjórði kylfingurinn sem nær tveimur sigrum fyrir 22 ára aldurinn. Hinir eru Tiger Woods, Sergio Garcia og Jordan Spieth. Ekki ónýtur félagsskapur það.
Fleiri fréttir

Sjá meira