Enski boltinn

Redknapp segir að Gylfi eigi að spila með toppliði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Jamie Redknapp segir að Gylfi Þór Sigurðsson væri fullkominn eftirmaður fyrir Ross Barkley hjá Everton, ákveði félagið að selja þann síðarnefnda í sumar. Þetta kemur fram í Daily Mail.

Gylfi hefur verið þrálátlega orðaður við Everton síðustu vikur og mánuði en félagið mun hafa reynt að fá hann til liðs við sig síðasta sumar, en án árangurs.

Gylfi Þór var lykilmaður í liði Swansea sem bjargaði sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Gylfi lagði upp annað marka liðsins í 2-0 sigri á Sunderland og er nú kominn með þrettán stoðsendingar alls í vetur.

Barkley hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við Everton og stjóri liðsins, Ronald Koeman, hefur gefið honum afarkosti - að skrifa undir eða fara í sumar.

„Gylfi Sigurðsson væri fullkominn staðgengill [fyrir Barkley]. Hann hefur frábæra sýn og er með þrettán stoðsendingar fyrir Swansea - fimm fleiri en Barkley.“

„Sex af stoðsendingum hans hafa verið á Fernando Llorente sem þýðir að þeir mynda hættulegasta par deildarinnar. Sigurðsson ætti að vera að spila fyrir topplið.“

Gylfi Þór skrifaði undir nýjan samning við Swansea fyrir tímabilið og á enn þrjú ár eftir af honum.


Tengdar fréttir

Ekki sammála fullyrðingu Glenn Hoddle um Gylfa

Glenn Hoddle, fyrrum leikmaður og þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, er mjög hrifinn af Gylfa Þór Sigurðssyni og talaði afar vel um íslenska miðjumanninn þegar Hoddle var að lýsa leik Everton og Swansea City um síðustu helgi.

De Bruyne búinn að stinga Gylfa af

Gylfi Þór Sigurðsson á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að verða stoðsendingakóngur ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. Sá möguleiki rann eiginlega út í sandinn um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×