Enski boltinn

Moyes segir orðsporið í lagi þrátt fyrir fallið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Moyes segir að orðspor hans sem knattspyrnustjóri hafi ekki beðið hnekki þrátt fyrir að lið hans, Sunderland, hafi fallið úr ensku úrvalsdeildinni.

Moyes hefur tekið að hluta til tekið sökina á sig en neitað að segja starfi sínu lausu. Hann ætlar að vera áfram í starfi á næstu leiktíð.

Sunderland hefur hingað til náð að vinna aðeins sex leiki í deildinni og aðeins tvö lið hafa nokkru sinni fengið færri stig í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

„Sigurhlutfall mitt hjá nánast öllum félögum sem ég hef stýrt hefur verið frábært. Þetta er í raun eina undantekningin,“ sagði Moyes.

„Svona hefur þetta þó verið hjá nokkrum knattspyrnustjórum hjá þessu félagi og í nokkurn langan tíma.“

Hann segir að staða hans hafi ekkert breyst þrátt fyrir fallið.

„Ég vissi nákvæmlega hvert mitt verkefni væri þegar ég kom hingað. Ég vissi ekki hvað myndi gerast á bakvið tjöldin,“ sagði Moyes og vísaði til þess að eigendur félagsins hafi lengi viljað seljað það sem hafi orðið til þess að það hefur reynst erfitt að fá öfluga leikmenn.


Tengdar fréttir

King felldi Sunderland

Sunderland féll í dag úr ensku úrvalsdeildinni eftir 0-1 tap fyrir Bournemouth á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×