Bílar

Verksmiðjulokanir hjá Renault og Nissan vegna tölvuárásarinnar

Finnur Thorlacius skrifar
Frá verksmiðju Nissan í Sunderland.
Frá verksmiðju Nissan í Sunderland.

Bæði Nissan og Renault þurftu að stöðva framleiðslu í verksmiðjum sínum sökum töluárásarinnar um helgina. Renault þurfti að stöðva framleiðslu í Sandouville verksmiðju sinni Frakklandi og Nissan þurfti að gera hið sama í hinni stóru verksmiðju í Sunderland þar sem Nissan Leaf, Qashqai, Note og Juke bílar eru framleiddir, auk Infinity Q30 og QX30 bíla.

Í Sandouville verksmiðju Nissan eru framleiddir bílarnir Laguna, Espace, og Trafic sendibílar. Búist var við því að framleiðsla gæti aftur hafist í dag, mánudag. Tölvuáraásin nær til meira en 100 landa og hefur haft áhrif á starfsemi í mörgum fyrirtækjum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira